*

Föstudagur, 29. september 2006 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Akureyri Handboltafélag opnar nýja síðu

Eins og flestir handknattsleiksunnendur vita þá hafa handboltaliðin KA og Þór sameinað meistaraflokka sína og munu leika undir nafninu Akureyri Handboltafélag. Þegar tvö lið sameinast þá verða breytingar og Akureyri Handboltafélag er engin undantekning. Liðið hefur lánað allavega þrjá leikmenn til Hattar frá Egilsstöðum og þá hefur Bjarni Frostason ákveðið að leika með Akureyri Handboltafélag.

Nokkuð mörg ár eru síðan Bjarni lagði skóna á hilluna en hann lék lengst af með Haukum. Þá var hann viðriðin landsliðið á sínum tíma enda var Bjarni einn af bestu markvörðum landsins.

 

Akureyri Handboltafélag hefur opnað nýja heimasíðu sem er hin glæsilegasta. Síða nýja liðsins mun einungis vera með fréttir tengdar liði Akureyrar og er einblínt á meistaraflokk karla og kvenna, 2. flokki karla og unglingaflokki kvenna. Heiðasíður félagana KA og Þórs verða enn í sinni mynd og í fullu fjöri þrátt fyrir nýju síðuna en þær fréttir sem birtast á nýju síðunni munu einnig birtast á síðum félagana.

 

Til að skoða nýju síðuna þá er einfaldlega slegið inn í vafraranum www.akureyri-hand.is

 

Umsjónarmenn nýju síðunnar eru Ágúst Stefánsson og Stefán Rúnar Árnason.