*

Föstudagur, 27. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

,,Ég myndi ekki afskrifa Tiger Woods"

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Tiger Woods, kylfingurinn, hefur legið í dvala í nokkra mánuði en segist þó vera viss um að komast í Ryder bikarinn sem fram fer á næsta ári.

Í Ryder bikarnum eigast við golfarar frá Bandaríkjunum og Evrópu en Tiger hefur verið frá vegna meiðsla og einungis tekið þátt í tveimur mótum á árinu.

Davis Love III er fyrirliði Bandaríkjaliðsins og segist vera í miklu sambandi við Tiger og segist hann búast við að vera valinn.

„Hann býst við því að verða val­inn. Við töl­um reglu­lega sam­an og hann er mjög ein­beitt­ur í að koma til baka," sagði Davis en Tiger Woods spilaði fyrst á Ryder bikarnum árið 1997 og hefur sjö sinnum verið í liði Bandaríkjanna.

Tiger hefur þó ekki átt sjö daganna sæla undanfarna mánuði en hann missti á dögunum af Masters mótinu og Opna bandaríska vegna meiðsla svo ekki sé minnst á skelfilega hringin sem hann spilaði á Waste Mangament mótinu sem var hans versti á ferlinum.

„Ég myndi ekki af­skrifa hann ennþá,“ sagði Love III en það verður spennnandi að sjá hvort Tiger Woods nái að rífa sig í gang á komandi mánuðum.