*

Fimmtudagur, 19. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Haukar með betri taugar þegar mest á reyndi í toppslagnum – Plús og mínus úr Safamýri

janus

Það var annar toppslagurinn á tveim dögum í Safamýri í kvöld en í gær steinlá kvennalið Fram fyrir Gróttu. Í dag mættust svo Fram og Haukar í Olís deild karla en bæði lið hafa spilað mjög vel það sem af er tímabili.

Haukar gátu með sigri komist aleinir á toppinn og náð tveggja stiga forskoti á Val en Fram gat jafnað bæði Hauka og Val með sigri og yrðu þá þrjú lið saman efst með 20 stig.

Leikurinn var jafn framan af en Haukar þó yfirleitt skrefi á undan. Taflið snérist við í seinni hálfleik en Framarar voru yfir þegar skammt var til leiks loka. Haukaliðið sýndi hins vegar mikinn styrk og komu til baka og unnu að lokum frábæran 22-24 sigur.

Plúsar:

Svona eiga slagir á toppnum að vera. Jafnt, skemmtilegt og spennandi allan tíman og góð auglýsing fyrir íslenskan handbolta.

Janus Daði sýndi enn og aftur að hann er einn allra besti leikmaður deildarinnar.

Þrátt fyrir að Haukar hafi verið einu til þrem mörkum yfir allan fyrri hálfleikinn, gáfust Framarar ekki upp og hleyptu Haukum aldrei langt frá sér. Staðan í hálfleik var 11-12 Haukum í vil en Fram komst aldrei yfir í honum. Taflið snérist svo við í seinni hálfleik en þá var Fram yfir lengstum en Haukar kláruðu leikinn í lokin.

Óðinn Ríkharðsson átti mjög fínan leik hjá Fram og var hann markahæstur þeirra með átta mörk en hann skoraði eitt af mörkum tímabilsins er hann greip sendingu Stefáns Darra Þórssonar og skoraði magnað sirkusmark. Það sem meira er, hann gerði það þegar staðan var 11-10 og því mikið undir.

Giedrius Morkunas, markmaður Hauka er einn örfáum markmönnum þar sem undirrituðum finnst minni líkur en meiri að það sé skorað hjá honum þegar tekið er skot. Hann er alltaf mættur og ef hann ver ekki skotin þá er hann nálægt því. Frábær markmaður og klárlega með þeim betri í deildinni.

Kristófer Fannar var mjög góður í hinu búrinu og kom hann Fram m.a í 17-13 með stórglæsulegu skoti yfir allan völlinn.

Mínusar:

Hefði viljað sjá meira frá Arnari Frey Arnarssyni og Þorgrími Smára Ólafssyni og nánast öllu Fram liðinu en Óðinn Ríkharðsson var sá eini sem skoraði meira en þrjú mörk í leiknum.

Um leið og Haukar lentu undir í og smá mótlæti lét bekkuirnn reka sig útaf í tvær mínútur og virtist hausinn vera farinn hjá Haukum. Þeir fá hins vegar hrós skilið fyrir að rífa sig aftur upp. 

Fyrsta tap Fram í sjö leikjum.