*

Fimmtudagur, 19. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Góður árangur á Norðurlandamóti ungmenna í keilu

Arnar Davíð Jónsson hjá Keilufélagi Reykjavíkur sigraði í samanlögðu á Norðurlandamóti ungmenna í keilu sem fram fór í Honefoss í Noregi. Sigraði hann m.a Svíann Jesper Svenson sem er í 5.sæti á Evróputúrnum í ár.
Arnar Davíð náði stórglæsilegum árangri á mótinu og spilaði fullkominn leik eða felldi300 pinnarí einum leik og er það hans þriðji fullkomni leikur í keppni. Er þetta einn besti árangur sem íslensku keilari hefur náð á Norðurlandamóti og er framtíðin björt hjá Arnari og keilu á Íslandi.

Keilusamband Íslands sendi sex þáttakendur á mótið í ár en þau eru:
Andri Freyr Jónsson KFR
Arnar Davíð Jónsson KFR
Guðlaugur Valgeirsson KFR
Einar Siguður Sigðursson ÍA
Hafdís Pála Jónasdóttur KFR
Katrín Fjóla Bragadóttir KFR

Allar nánari upplýsingar um mótið og úrslit er hægt að nálgast á vef mótsins: http://www.bowlingres.no/turneringer/2015/nordic_youth_championship/