*

Þriðjudagur, 17. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Sprengiefni fundust í sjúkrabíl í Hannover

annoverEins og kom fram í kvöld hefur verið ákveðið að hætta við leik Hollands og Þýskalands sem átti að fara fram í kvöld.

Holland og Þýskaland áttu að eigast við í vináttuleik í Þýskalandi en leikurinn átti að fara fram á velli í Hannover.

Nú greina þýskir miðlar frá því að sprengiefni hafi fundist í sjúkrabíl nálægt vellinum sem leikurinn átti að fara fram á.

Lögreglan í Þýskalandi vinnur í því að tæma völlinn í Hannover en fjölmargir ætluðu að sjá leikinn í kvöld.

Vegna öryggisástæðna hefur leiknum verið aflýst en einnig er greint frá því að grunsamlegir menn hafi átt ferðir í kringum völlinn.

Smelltu hér til að lesa allt um fótboltann: