*

Þriðjudagur, 17. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Sá sem skipulagði hryðjuverkin í París sást nálægt heimavelli Belga

Salah AbdeslamLeik Belgíu og Spánar sem fram átti að fara í kvöld var frestað í gær vegna hryðjuverkanna í París á föstudag.

Mennirnir sem tengjast hryðjuverkunum bjuggu margir í Belgíu.

Salah Abdeslam er 26 ára gamall og er sagður vera einn lykilmanna í því að skipuleggja hryðjuverkin.

Lögreglan leitar hans nú en hann er búsettur í Brussel.

Nú greina belgískir fjölmiðlar frá því að ástæða þess að leiknum var frestað sé að Salah Abdeslam sást nálægt heimavelli Belgíu á dögunum.

Salah er eftirlýstur fyrir aðkomu sína í París á föstudag þar sem um 130 létu lífið.

Lestu allt um fótboltann hér