*

Þriðjudagur, 17. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Rojo neitar að hafa rifist við Van Gaal – Spyr ekki spurninga

rojounited-600x402Marcos Rojo, leikmaður Manchester United, hefur gert lítið úr þeim sögusögnum að hann sé óánægður með stjórann Louis van Gaal.

Rojo hefur ekki átt fast sæti í liði United á þessu tímabili en hann segir að samband sitt við Van Gaal sé ekki slæmt.

,,Þetta er eðlilegt samband við stjórann. Ég spyr hann ekki út í það þegar ég er í liðinu svo ég geri það ekki þegar ég er ekki í liðinu,“sagði Rojo.

,,Það er hann sem ákveður þetta og ég þarf ekki að spyrja hann út í það. Það er svo einfalt. Hann velur liðið miðað við það sem hann hefur séð vikuna áður.“

,,Hann hagar sér mjög fagmannlega og vill fá það besta úr hverjum leikmanni, það þýðir ekki að hann sé mjög strangur.

Lestu allt um fótboltann hér