*

Þriðjudagur, 17. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Eiður Smári á meðal skemmtilegustu leikmanna í sögu enska

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Vefsíðan Daily Mail er að taka saman skemmtilegustu leikmennina sem enska úrvalsdeildin hefur haft.

Þar er einn íslenskur leikmaður í fyrstu úttektinni en það er Eiður Smári Guðjohnsen.

Eiður lék með fjórum liðum í ensku úrvalsdeildinni en lengst af með Chelsea.

Eiður er í 37 sæti yfir skemmtilegustu leikmenn deildarinnar frá upphafi að mati Daily Mail.

,,Eiður var aldrei týpískur framherji en hann spilaði leikinn fallega og hafði þá tækni sem dugði til að vera hjá Barcelona í þrjú ár,“ sagði í umfjöllun Daily Mail.

,,Spilaði fyrir aftan framherjann og hafði frábæra yfirsýn og heila sem hugsaði hraðar en lappirnar hans. Eiður spilar ennþá með íslenska landsliðinu 37 ára gamall og ætlar að koma aftur til Evrópu eftir dvöl í Kína.“

,,Töfrar Eiðs komu í ljós þegar Frank Lampard kom með fyrirgjöf gegn Leeds árið 2003 og Eiður skoraði með hjólhestaspyrnu framhjá Paul Robinson í 3-2 sigri Chelsea.“

Sæti 40-31
40. John Stones (Everton 2013 –)
39. Chris Waddle (Sheffield Wednesday 1992-96)
38. Santi Cazorla (Arsenal 2012 –)
37. Eidur Smári Guðjohnsen (Chelsea 2000-06, Tottenham 2010 (lán), Stoke 2010-11, Fulham 2011)
36. Steve McManaman (Liverpool 1990-99)
35. Rafael van der Vaart (Tottenham 2010-12)
34. Philippe Albert (Newcastle 1994-99)
33. Mustapha Hadji (Coventry City 1999-01, Aston Villa 2001-04)
32. Cesc Fabregas (Arsenal 2003-11, Chelsea 2014 –)
31. Andrei Kanchelskis (Manchester United 1991-95, Everton 1995-97, Southampton 2003)

Smelltu hér til að lesa allt um fótboltann