*

Mánudagur, 16. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Vika 10 í NFL

Á fimmtudaginn var tóku  New York Jets á móti Buffalo Bills þar sem Rex Ryan mætii gömlu liðsfélögunum en Ryan var rekinn frá Jets á síðustu leiktíð. Það fór svo að Ryan og nýja liðið hans Bills fóru með sigur að hólmi 22 – 17.

Í gær fóru fram 12 leikir í deildinni:

Detroid Lions náðu að sigra Green Bay Packers í fyrsta skipti á Lambeau síðan 1991 og voru lokatölurnar í leiknum 18 – 16

Tampa Bay Buccaneers sigruðu Dallas Cowboys 10 – 6

Carolina Panthers gerðu góða fer til Tennessee þar sem þeir unnu Titans 27 – 10

Hrútarnir frá St. Louis sigruðu Birnina frá Chicago 37 – 13

Kirk Cousins hjá Washington Redskins sá um New Orleans Saints með persónulegu meti en hann kastaði fyrir fjórum snertimörkum og tóku þeir heim sigur 47 – 14

Philadelphia Eagles tóku á móti Miami Dolphins þar sem þeir síðarnefndu mörðu sigur 20 -19

Pittsburgh Steelers rústuðu Cleveland Browns á heimavelli 30 – 9

Hörkuspennandi leikur var í Baltimore þar sem Panthers tóku á móti Jacksonville Jaguars úrslitin réðust ekki fyrr en í fjórða leikhluta þar sem Panthers skoruðu níu og urðu lokatölur 22 – 20

Minnesota Vikings gerði góða ferð til Oakland þar sem þeir unnu Raiders 30 – 14

New England Patriot náðu að sigra New York Giants með einu stigi þegar ein sekúnda var eftir af leiknum og var þar að verkum sparkari þeirra Stephen Gostkowski sparkaði 54 jarda og fór leikurinn 27 – 26

Hér sparkar Gostkowski fyrir sigri heila 54 jarda

Denver Broncos töpuðu á heimavelli fyrir Kansas City Chiefs 29 – 13 þar sem öll stig þeirra Broncos manna komu í fjórða leikhluta

Þá töpuðu Seattle Seahawks fyrir Arizona Cardinals 39 – 32

Einn leikur er svo í kvöld þar sem Cincinnati Bengals taka á móti Houston Texans