*

Sunnudagur, 15. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Muller og uppáhaldið hans Dave

Þýska markamaskínan Thomas Muller er mikill áhugamaður um hesta enda keppir konan hans í hestaíþróttum. Einnig hefur hann mikla unun á ræktun á þeim.

Samkvæmt þeim hjónum er Dave þeirra besti keppnishestur en stærsti draumur þeirra er að Lísa geti keppt á hesti sem Muller hefur ræktað.

Eyða þau hjón miklum tíma saman í hesthúsi sínu sem er staðsett í útjaðri Munchen.

Muller deildi þessarri mynd á Instagram síðu sinni.

Því miður er ekki leyfilegt fyrir Muller að ríða Dave þar sem í samningi hans og Bayern Munchen er það bannað.

En það kemur ekki að sök þar sem Muller hefur mjög mikilvægu starfi að gegna í hesthúsunum en hann er „framkvæmdastjóri" gulrótanna.