*

Föstudagur, 13. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Ronaldo splæsir í einkaþotu

Christiano Ronaldo keypti á dögunum glænýja Gulfstream G200 einkaþotu að verðmæti rúmlega tveggja og hálfs miljarðs króna.

Þotan rúmar á milli átta og tíu manns og í henni er allt sem prýða má þotu í þessum verðflokki, internet sími og meira að segja faxtæki, ísskáp, örbylgjuofn bakarofn og síðast en ekki síst alvöru hljómflutningstæki svo Ronaldo geti farið í karíókí í 36000 feta hæð.

Hér sést Ronaldo syngja karíókí

Mikið er að gera hjá Ronaldo um þessar mundir fyrir utan að spila fótbolta með liði sínu Real Madrid er verið að frumsýna mynd um hann.

Svo er hann að gefa út nýja skólínu og ekki má gleyma CR7 nærfata línunni hans.  Hér að neðan er hægt að sjá myndir af þotunni hans Ronaldo.

Ekki mun fara illa um Ronaldo hér