*

Föstudagur, 13. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Real Madrid leggur mikla áherslu á að fá De Gea næsta sumar

degeaReal Madrid ætlar að gera aðra tilraun til þess að reyna fá David Ge Gea, markvörður Manchester United til liðsins næsta sumar.

De Gea hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid undanfarin ár en félagaskiptin voru nánast í höfn fyrr í sumar.

Eitthvað klikkaði hins vegar í pappírsvinnu félaganna og því fór svo að lokum að De Gea var áfram í herbúðum Manchester.

Keylor Navas, markvörður Real Madrid var hugsaður sem hluti af kaupverðinu fyrr í sumar en hann hefur verið frábær fyrir Real Madrid á þessari leiktíð.

Florentino Perez, forseti Real Madrid er hins vegar ákveðinn í því að De Gea eigi að vera markvörður númer eitt hjá félaginu næstu árin, sama hversu vel Navas er að standa sig.

Lestu allt um fótboltann hér.