*

Fimmtudagur, 12. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Muller duglegur að gera grín að Robben eftir slæmt gengi Hollands

Denmark v Germany - Group B: UEFA EURO 2012Thomas Muller, leikmaður Bayern Munchen, viðurkennir það að hann hafi gaman að því að gera grín að liðsfélaga sínum, Arjen Robben.

Robben mun ekki leika í lokakeppni EM sem fer fram næsta sumar en Holland datt úr leik í undankeppninni.

Muller viðurkenndi það í dag að hann hafi grínast aðeins í Robben og segir að maður verði að nýta tækifærin.

,,Ef ég geri það ekki núna þá hvenær get ég gert það? Þú verður að nýta svona tíma,“ sagði Muller.

,,Þetta gæti verið í hina áttina bráðum svo ég ætla að nýta mér þetta,“ bætti Muller hress við.

Lestu allt um fótboltann hér.