*

Fimmtudagur, 12. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Leikmaður í Pepsi deildinni sakaður um dreifingu á barnaklámi

Mynd: Hilmar Þór

Mynd: Hilmar Þór

Leikmaður í Pepsi deild karla er sakaður um dreifingu á barnaklámi og árás á friðhelgi einkalífsins samkvæmt öruggum heimildum 433.is.. Málið er komið á borð lögreglunnar.

Um er að ræða myndbirtingu á netinu þar sem sjá mátti unga krakka í kynlífsathöfnum.

Stúlkurnar sem voru á myndinni eru ekki orðnar 18 ára gamlar.

Umræddur leikmaður fékk send Snapchat skilaboð frá félaga sínum sem sýndi kynlífsathafnir fólksins. Leikmaðurinn í Pepsi deildinni tók skilaboðin og dreifði þeim áfram á netið.

Málið er nú á borði lögreglunnar sem fer yfir gögn málsins áður en ákvörðun um næstu skref verður tekin.

Réttargæslumaður hefur verið settur í málið þar sem stúlkurnar eru undir lögaldri en atvikið átti sér stað í síðasta mánuði.

Ef mennirnir sem bera ábyrgð á þessu máli verða dæmdir sekir er hámarksrefsing þeirra 2 ára fangelsisdómur eins og segir í 210 grein almennra hegningarlega.

Lestu allt um fótboltann hér.