*

Fimmtudagur, 12. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Endalok Benzema hjá franska landsliðinu?

Þáttaka Karim Benzema með franska landsliðinu á EM 2016 gæti verið í hættu vegna kynlífshneykslis, þar sem Mathieu Valbuena var hótað að kynlífsmyndbandi með honum og ónefndri konu yrði selt til hæstbjóðanda. Óvíst er með þáttöku bæði Benzema og Valbuena í verkefnum landsliðsins.

Benzema var í síðustu viku ákærður fyrir að hafa ásamt fleirum reynt að múta liðsfélaga sínum í franska landsliðinu Mathieu Valbuena. L’Equipe gaf út í gær samtal sem talið sé á milli Benzema og vinar hans Karim Zenati.

Þar kemur meðal annars fram að Benzema hafi sagt Valbuena „ég er hér til þess að hjálpa. þú verður að hitta þennan gaur ef þú villt að myndbandinu verði eitt." Einnig ráðleggur Benzema Valbuena að vera í samskiptum við Zenati vegna þess að hans þáttaka í þessu máli sé lokið og það sé best fyrir Valbuena að eiga við hann vegna þess að Zenati þekki til þanns sem á eintakið af myndbandinu.

Karim Benzema neitar alfarið sök og segist alsaklaus og einungis sé verið að reyna að sverta mannorð hans.
Ekki er langt síðan að annað hneykslismál skók franska knattspyrnu en á HM 2010 fóru nokkrir leikmenn liðsins i verkfall við litlar vinsældir frönsku þjóðarinnar.