*

Miðvikudagur, 11. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Jónas Guðni farinn frá KR

16mai-jonas-krJónas Guðni Sævarsson mun ekki leika með KR-ingum á næstu leiktíð en þetta var staðfest af félaginu í gærkvöldi.

Jónas Guðni kom upphaflega til KR árið 2007 en hann lék svo í þrjú ár sem atvinnumaður með Halmstad í Svíþjóð.

Þessi 32 ára gamli miðjumaður mun nú kveðja Vesturbæinn og gæti verið á leið til Keflavíkur þar sem hann er uppalinn.

Keflavík hefur áhuga á að fá Jónas Guðna í sínar raðir en liðið féll úr Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð.

„KR þakkar Jónasi Guðna fyrir einstaklega farsælt og ánægjulegt samstarf, en Jónas Guðni kom til meistaraflokks KR haustið 2007 og hefur leikið með félaginu síðan þá, lengst af sem fyrirliði, utan þriggja tímabila þar sem hann lék sem atvinnumaður með Halmstad í Svíþjóð,“ segir í tilkynningu KR.

Lestu allt um fótboltann hér.