*

Þriðjudagur, 10. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Ronaldo: Van Gaal er að vinna frábært starf

ronaldo56-600x402Cristiano Ronaldo leikmaður Real Madrid segir að Louis van Gaal sé að vinna frábært starf hjá Manchester United.

Van Gaal og félagar í United eru tveimur stigum á eftir Manchester City og Arsenal sem eru á toppnum í ensku úrvalsdeildinni.

Van Gaal hefur fengið mikla gagnrýni undanfarið fyrir leikstíl United en Ronaldo er ánægður með kauða.

,,Van Gaal er að vinna frábært starf og sérstaklega á þessu tímabili;“ sagði Ronaldo.

,,Manchester United er félag sem ég styð og ég vona að liðið vinni deildina á þessu ári. Það er ósk mín.“

Lestu allt um fótboltann hér.