*

Mánudagur, 9. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Klopp ekki ánægður með stuðningsmenn: Leið eins og ég væri einn þarna

klopp1Jurgen Klopp, stjóri Liverpool á Englandi, var ósáttur eftir slæmt 2-1 tap gegn Crystal Palace á heimavelli í gær.

Klopp segir að sínir menn geti gert mun betur en í leiknum og var þá vonsvikinn með nokkra stuðningsmenn sem fóru áður en leikurinn var búinn.

,,Við þurfum að læra það að það erum við sem ákveðum hversu sterkir, þreyttir og vakandi við erum,“ sagði Klopp.

,,Það er ég sem ákveð hvort ég sé þreyttur eða ekki, enginn annar. Það segir sig sjálft að leikurinn í dag var ekki nógu góður.“

,,Þegar Palace skoraði þá sá ég marga yfirgefa völlinn, þegar það gerðist þá fannst mér ég vera einn þarna.“

Lestu allt um enska boltann hér.