*

Mánudagur, 9. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

38 þúsund manns ætla að mæta í fallpartí Chelsea

chelsea001Það hefur ekki farið framhjá neinum að Chelsea hefur gengið skelfilega á þessari leiktíð og er neðarlega í deildinni.

Það virðist ekkert ganga upp hjá Jose Mourinho og félögum sem töpuðu 1-0 fyrir Stoke um helgina.

Chelsea er nú í 16. sæti deildarinnar eftir fyrstu 12 umferðirnar og er útlitið farið að verða ansi svart fyrir Englandsmeistarana.

Fjölmargir hafa gaman að slæmu gengi Chelsea og eru margir byrjaðir að grínast með það að liðið gæti fallið niður um deild.

Sumir eru farnir svo langt að skipuleggja atburðinn og verður risapartí haldið ef liðið fellur niður á tímabilinu.

38 þúsund manns hafa boðað komu sína á viðburðinn.

Lestu allt um enska boltann hér.