*

Föstudagur, 6. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Ranieri: Ég ætla að drepa Quique Flores

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Claudio Ranieri, stjóri Leicester City var í góðum gír á blaðamannafundi í morgun.

Gengi Leicester á þessari leiktíð hefur verið frábært en liðið situr sem stendur í þriðja sæti ensku úrvasldeildarinnar.

Þeir Riyad Mahrez og Jamie Vardy, sóknarmenn liðsins hafa verið frábærir á þessari leiktíð en Vardy hefur nú skorað í átta leikjum í röð í úrvalsdeildinni.

Á blaðamannafundi í morgun var Ranieri spurður út í það hvort hann ætlaði sér að henfa sín á Flores um helgina þegar Leicester og Watford mætast en Flores tók við liði Valencia þegar að Ranieri var rekinn frá félaginu á sínum tíma.

Ranieri grínaðist með það að hann vildi hefnd og ætlaði sér að drepa spænska stjórann en blaðamenn í salnum hlóu dátt að ummælunum sem hann tók svo auðvitað til baka.

Lestu allt um enska boltann hér.