*

Fimmtudagur, 5. nóvember 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Wenger: Ennþá smá möguleiki

Mynd: NordicPhotos

Mynd: NordicPhotos

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að sínir menn hafi verið arfaslakir í kvöld eftir 5-1 tap gegn Bayern Munchen.

Arsenal er nú með þrjú stig í þriðja sætinu í sínum riðli, sex stigum á eftir bæði Bayern og Olympiakos.

Arsenal á ekki mikinn möguleika á að komast áfram en tölfræðilega eiga Wenger og hans menn enn séns.

,,Við verðum að hrósa Bayern fyrir gæðin sem þeir sýndu en við gerðum þeim alltof auðvelt fyrir,“ sagði Wenger.

,,Við vorum gríðarlega lélegir varnarlega í kvöld. Það er ennþá möguleiki fyrir okkur að komast áfram en hann er lítill.“

Lestu allt um fótboltann hér.