*

Fimmtudagur, 5. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

,,Gerrard til Liverpool? Fáránlegt“

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Bruce Arena, stjóri LA Galaxy í bandarísku MLS deildinni, hlær að þeim sögusögnum að Steven Gerrard sé á leið til Liverpool.

Gerrard hefur undanfarna daga verið orðaður við sitt gamla félag en hann var í 17 ár hjá Liverpool áður en hann fór í sumar.

,,Ég trúi þessum sögusögnum bara ekki neitt. Það er ekkert til í þessu. Þetta er fáránlegt,“ sagði Arenal.

Gerrard skrifaði undir 18 mánaða langan lánssamning við Galaxy en leikmenn í MLS eru duglegir að fara út á láni í janúarglugganum.

Gerrard mun hins vegar ekki snúa aftur til Liverpool og leika með liðinu en hefur fengið grænt ljós á að æfa þar.

Lestu allt um enska boltann hér.