*

Fimmtudagur, 5. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Benzema sagður hafa játað sök – Fer fyrir rétt í dag

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Karim Benzema, leikmaður Real Madrid á Spáni, var handtekinn í gær af frönsku lögreglunni eins og fram kom í gær.

Benzema er grunaður um að hafa reynt að kúga fé úr Mathieu Valbuena með því að hóta að birta kynlífsmyndband af honum á netið.

Benzema er sagður hafa eytt nóttinni í fangelsi og samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá hefur hann ákveðið að játa brot sitt.

Fjölmiðlar þar greina frá því að Benzema sé búinn að játa sök og mun því mæta fyrir rétt síðar í dag.

Kappinn gæti verið í miklum vandamálum en framherjinn er mikilvægur leikmaður Real og franska landsliðsins.

Lestu allt um fótboltann hér.