*

Miðvikudagur, 4. nóvember 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Townsend í bann hjá Spurs eftir handalögmál

Mynd: NordicPhotos

Mynd: NordicPhotos

Andros Townsend kantmaður Tottenham hefur verið settur í bann hjá félaginu fyrir leik gegn Anderlecht í Evrópudeidlinni á morgun.

Townsend ákvað að fara í handalögmál við þjálfara hjá félaginu.

Það gerðist eftir leik gegn Aston Villa á mánudag en Towsnend hefur lítið spilað á þessu tímabili.

Nathan Gardiner sem sér um að halda leikmönnum liðsins í formi var að láta Townsend hlaupa eftir leik þegar þeim lenti saman.

Óvíst er hversu lengi bannið mun standa yfir hjá Townsend en framtíð hans hjá félaginu er í óvissu.

Lestu allt um enska boltann hér.