*

Þriðjudagur, 21. júlí 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Bestur í 12. umferð: Myndi byrja í nánast öllum liðum deildarinnar

gary_martin091091-652x402,,Þetta var algjörlega frábær sigur fyrir okkur, flest lið fara í Kaplakrika og tapa leiknum í hausnum áður en hann er byrjaður,“ sagði Gary Martin framherji KR og besti leikmaður 12. umferðar í Pepsi deild karla að mati 433.is.

Það kom mörgum á óvart þegar Gary byrjaði á bekknum í leiknum en hann kom inn sem varamaður og skoraði og lagði upp mark.

,,Maður sá það fyrr í sumar að Breiðablik fór þarna og yfirspilaði þá og í bikarnum vorum við miklu betri en þeir. Við vissum því að þetta var hægt, Evrópuleikirnir sátu í báðum liðum en þetta var mjög góður sigur. Seinni hálfleikurinn hjá okkur var miklu betri en sá fyrri þar sem við vorum slakir.“

,,Það er líka mikilvægt fyrir andlega þáttinn að fara á toppinn á heimavelli FH. Það eru samt ekki bara þessi tvö lið sem eru að berjast um þetta, Valur er að taka fullt af stigum og þrátt fyrir að Breiðablik hafi tapað í gær þá geta þeir barist um þetta. Þetta verða ekki bara FH og KR.“

Gary hefur fundið sig vel í Kaplakrika síðustu ár og verið duglegur að skora.

,,Ég held ég hafi spilað þarna fjórum sinnum með KR og skorað þrjú mörk, ég hef ekki tapað þarna með KR. Þetta er góður völlur fyrir mig og það er gott að geta spilað sína bestu leiki gegn stóru liðunum. Það er að mínu mati stórt plús fyrir leikmann að standa sig í stærstu leikjunum. Breiðablik fór í Kaplakrika og átti að vinna, það er hægt að vinna þarna en stundum halda liðin að þau eigi ekki möguleika.“

Lestu meira hérna.