*

Laugardagur, 4. júlí 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Plús og mínus – Ekki einn sem var ágætur

Fylkir, Pepsi deildinÞað fór fram einn leikur í Borgunarbikar karla í dag en ÍBV fékk þá lið Fylkis í heimsókn til Vestmannaeyja.

Staðan eftir fyrri hálfleikinn í Eyjum var 1-0 fyrir heimamönnum en það var Bjarni Gunnarsson sem skoraði markið.

Eyjamenn voru eina liðið á vellinum í síðari hálfeik og bættu við þremur mörkum til viðbótar.

Ian Jeffs byrjaði á því að skora og svo bættu þeir Aron Bjarnason og Bjarni við tveimur mörkum og lokastaðan í Eyjum 4-0.

Hérna má sjá það góða og slæma úr leiknum.