*

Þriðjudagur, 30. júní 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Hólmbert ekki valið KR – Leið ekki vel í atvinnumennsku

Mynd: Hilmar Þór

Mynd: Hilmar Þór

Hólmbert Aron Friðjónsson er á heimleið eftir dvöl hjá skoska liðinu Celtic. 433.is greindi fyrstur miðla frá þessu áðan.

Hann hefur fundað með KR, Val, Breiðabliki og Stjörnunni undanfarna daga og skoðar nú sín mál. Hólmbert fór til Celtic í lok árs 2013 en var á láni hjá Bröndby á síðustu leiktíð.

Hólmberti leið ekki vel í atvinnumennskunni og fannst því rétt að koma heim og finna gleðina á nýjan leik.

,,Ég ætla svo sem ekki að fara djúpt í það af hverju ég er að koma heim. Mér leið kannski ekki alltof vel þarna úti, kvíði og annað slíkt spilaði þar inn í,“ sagði Hólmbert þegar 433.is ræddi við hann í kvöld.

,,Ég vildi bara koma heim og núlstilla mig og taka til í mínum málum. Svo ef tækifærið gefst aftur þá mun ég klárlega skoða það að fara aftur í atvinnumennsku. Hvort sem það gerist eða ekki er annað mál.“

Lestu meira hérna.