*

Mánudagur, 29. júní 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Tryggvi vill ekki tjá sig – Mætti undir áhrifum áfengis á æfingu

Mynd: Snorri Sturluson.

Mynd: Snorri Sturluson.

Tryggvi Guðmundsson vill ekki tjá sig um það hvort hann hafi látið af störfum hjá félaginu þegar 433.is leitaði eftir því í gærkvöld.

433.is greindi frá því í gær að Tryggvi hefði látið af störfum. Óskar Örn Ólafsson formaður ÍBV neitaði því hins vegar í samtali við Vísir.is.

Samkvæmt öruggum heimildum 433.is kom Tryggvi til æfingu í fyrradag undir áhrifum áfengis.

Tryggvi var sendur heim af æfingunni og stýrði ÍBV ekki í gær í sigri gegn Blikum.

Tryggvi hafði tekið við þjálfun liðsins í vikunni tímabundið ásamt Inga Sigurðssyni á meðan Jóhannes Harðarson er í leyfi.

Tryggvi hafði komið inn í þjálfarateymi ÍBV í vetur en hann er fæddur og uppalinn í Eyjum.

Sjá einnig:
Eyjamenn segja Tryggva veikan – Var rekinn í morgun
ÍBV staðfestir að Tryggvi sé hættur