*

Föstudagur, 27. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Kári Árnason: Eiður Smári besti leikmaður allra tíma á Íslandi

Mynd: Sport.is

Mynd: Sport.is

,,Þetta er búið að vera mjög fínt, skítkalt en mjög fínt,“ sagði Kári Árnason þegar 433.is ræddi við hann í Kasakstan í dag.

Varnarmaðurinn öflugi og íslenska liðið undirbýr sig nú fyrir leikinn við heimamenn á morgun í undankeppni EM en leikið verður á gervigrasi í Astana Arena.

,,Þetta er öðruvísi, annað en ég er vanur. Langt síðan ég spilaði á gervigrasi, það er samt ekki nein afsökun. Þetta er eins fyrir alla. Þetta er fínt gervigras, þetta er eflaust ekki nýjasta útgáfan af þessu. Boltinn fer hratt á þessu, ágætt að fá spil í gang.“

,,Við erum sigurstranlegri aðilinn fyrir fram en við eigum ekki von á auðveldum leik. Þetta verður hörkuleikur, við vitum ekki alveg við hverju á búast af þeim. Við vitum hversu góðir þeir eru, þeir stilla mismunandi upp, þeir hápressa og lápressa. Það kemur í ljós frá fyrstu mínútu hvernig þetta þróast.“

Lestu meira hérna.