*

Fimmtudagur, 26. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Leikmaður í ensku úrvasdeildinni flæktur í kynlífshneyksli

kolotoure-599x402Ónefndur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni er nú flæktur í eitt stórt kynlífshneyksli en það er Daily Mail sem greinir frá þessu.

Leikmaðurinn er hins vegar þekkt nafn í boltanum, samkvæmt blaðinu og er varnarmaður en hann hefur verið giftur í mörg ár og á barn með konu sinni.

Samkvæmt blaðinu á leikmaðurinn að hafa átt „einnar nætur gaman“ með 30-ára gömlum fitness-kennara en hún á að hafa krafið leikmanninn um 100.000 pund fyrir það að halda málinu leyndu.

Viðhaldið vill hins vegar meina að leikmaðurinn hafi boðið henni peninginn fyrir það að þegja um málið en breskt slúðurblað á að hafa boðið konunni 17.500 pund fyrir að segja sögu sína.

Lestu meira hér.