*

Miðvikudagur, 25. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Myndir: Henry fór í dulargervi og þóttist vera kennari í Wales

Mynd: NordicPhotos.

Mynd: NordicPhotos.

Thierry Henry, sérfræðingur hjá Sky Sports í Englandi, fór í dulargervi á dögunum og heimsótti skóla í Wales.

Henry var þar til að veita ungri stelpu verðlaun fyrir hönd Sky Sports en afhendingin var svo sannarlega ekki einföld.

Stúlkan vissi lítið af þessu og reyndi Henry að koma öllum á óvart með því að þykjast vera nýr kennari í skólanum.

Eins og má sjá á myndunum hér fyrir neðan er alls ekki erfitt að sjá um hvern sé að ræða og lifði hrekkurinn ekki lengi.

Gaman að þessu en myndirnar má sjá hérna.