*

Þriðjudagur, 24. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Segir að Gerrard sé brjálaður út í Rodgers – Neyddur frá félaginu

gerrardredRichard Keys, sérfræðingur um enska boltann, hefur trú á því að Steven Gerrard sé mjög reiður út í Liverpool.

Gerrard mun yfirgefa enska boltann í sumar og ganga í raðir LA Galaxy sem leikur í bandarísku MLS deildinni.

Gerrard fékk rautt spjald gegn Manchester United um helgina eftir aðeins 40 sekúndur á vellinum og baðst afsökunar eftir leik.

Gerrard sagði einnig að það væri ekkert annað sem hann vildi tala um eftir leikinn og telur Keys að hann viti hvað hann vilji þó tala um.

,,Hvað er það sem Gerrard vill tala um? Ég skal segja ykkur það. Hann er brjálaður yfir því hvernig Brendan Rodgers og Liverpool hefur komið fram við sig,“ sagði Keys.

Lestu meira hér.