*

Þriðjudagur, 24. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Myndband: Lego-kallar leika brottrekstur Gerrard

gerrardredSteven Gerrard, fyrirliði Liverpool fékk að líta rauða spjaldið í leik liðsins í gær þegar Liverpool tapaði á heimavelli fyrir Manchester United, 1-2.

Gerrard kom inn á í byrjun síðari hálfleiks en entist aðeins í 48. sekúndur á vellinum en hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir að traðka á Ander Herrera, miðjumanni Manchester United.

Mikið hefur verið gert úr atvikinu í gær en eins og flestum ætti að vera kunnugt mun Gerrard yfirgefa Liverpool í sumar og halda yfir Atlantshafið og var þetta því síðasti leikur hans með Liverpool gegn United.

Mikið hefur verið grínast með atvikið en Guardian Football hlóð í myndband með LEGO-köllum þar sem að þeir endurgera atburðarásina í rauða spjaldinu en þeim tekst ansi vel til.

Lestu meira hér