*

Þriðjudagur, 24. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

11 leikmenn sem möguleg ný regla hefur áhrif á – Gylfi ekki lengur uppalinn

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Greg Dyke, formaður enska knattspyrnusambandsins, vill breyta lögum ensku deildarinnar varðandi uppalda leikmenn í Englandi.

Leikmenn teljast uppaldir á Englandi ef þeir byrja þar 18 ára gamlir en Gylfi Þór Sigurðsson er á meðal annars talinn uppalinn leikmaður á Englandi.

Gylfi gekk í raðir Reading þegar hann var aðeins 16 ára gamall og hefur síðan þá verið að gera það gott á Englandi og í Þýskalandi.

Cesc Fabregas, Fabio Borini og Alex Song eru einnig á meðal þeirra sem myndu ekki teljast uppaldir með nýju reglunni.

Dyke vill breyta því að leikmenn verði að vera 15 ára gamlir til þess að teljast sem uppaldir leikmenn.

Lestu meira hér.