*

Mánudagur, 23. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Mynd: Balotelli þakkar þeim sem héldu honum fyrir

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Það vakti mikla athygli í gær þegar stuðningsmenn Liverpool héldu Mario Balotelli framherja félagsins.

Balotelli hafði átt í baráttu við Chris Smalling í 2-1 tapi liðsins á heimavelli gegn United.

Balotelli endaði út við auglýsingaskilti og virtist ætla að fara í Smalling. Stuðningsmenn Liverpool héldu honum hinsvegar og róuðu hann.

Sem betur fer fyrir Balotelli sem var á gulu spjaldi og hefði getað komið sér í vandræði.

Balotelli þakkar fyrir sig á Facebook í dag og skrifar.,,Þrátt fyrir að leggja okkur fram þá féllu úrslitin ekki með okkur, eitt var þó ljóst. Ég var ekki einn á vellinum. YNWA,“skrifaði Balotelli.

Sjáðu myndina hér.