*

Mánudagur, 23. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Bryndís framlengir við Val

Mynd: Facebooksíða Vals

Mynd: Facebooksíða Vals

Bryndís Elín Halldórsdóttir Wöhler, línumaður úr Íslandsmeistaraliði Vals, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Valsliðið.

Bryndís, sem er 21 árs gömul, hefur leikið með Valsliðinu undanfarin þrjú tímabil og er orðin mikilvægur hlekkur í liðinu. Þá hefur hún leikið þrjá landsleiki fyrir A-landslið Íslands.

Þetta kom fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér á Facebook í gær.