*

Sunnudagur, 22. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Skoðanakönnun: 84 prósent finnst Zlatan hrokafullur

Mynd: Nordic Photos.

Mynd: Nordic Photos.

Le Parisien tók sig til í vikunni og útbjó heljarinnar skoðanakönnun handa lesendum um álit þeirra á Svíanum umdeilda í liði Paris Saint Germain, Zlatan Ibrahimovic.

Framherjinn magnaði hefur mátt sæta mikilli gagnrýni undanfarið í kjölfarið á rauða spjaldinu sem hann fékk gegn Chelsea í Meistaradeildinni og óviðeigandi ummælum í garð dómara eftir tap gegn Bordeaux í frönsku úrvalsdeildinni.

Le Parisien spurði 1000 lesendur ýmissa spurninga um Svíann og kom margt athyglisvert í ljós.

Lestu meira hér.