*

Laugardagur, 21. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Myndband: Harry Kane búinn að skora tvö fyrir Tottenham

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Tottenham og Leicester City eigast nú við í ensku úrvalsdeildinni og er staðan 2-1 fyrir heimamenn þegar flautað hefur verið til hálfleiks.

Harry Kane, framherji Tottenham hefur skorað bæði mörk liðsins í leiknum en hann hefur nú skorað 28 mörk í öllum keppnum fyrir Tottenham á þessu tímabili sem verður að teljast magnað afrek.

Myndband af mörkum Kane má sjá hérna.