*

Laugardagur, 21. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Mynd: Fámennt á San Siro í kvöld – Stuðningsmenn AC Milan búnir að fá nóg

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Það hefur lítið gengið hjá AC Milan á þessu tímabili en liðið var á sínum tíma stærsta félagið í ítölskum fótbolta.

Síðustu ár hefur liðið þó verið á hraðri leið niður og virðist ekki getað fundið rétta manninn til að taka liðið á næsta stig.

AC Milan leikur við Cagliari í ítölsku deildinni í kvöld og er fámennt í stúkunni á leiknum.

Nýir borðar eru einnig farnir upp á San Siro en margir vilja meina að þetta sé einfaldlega búið spil.

Mynd úr stúkunni í kvöld má sjá hérna en hún var tekin nokkru áður en að leikurinn hófst.