*

Föstudagur, 20. mars 2015 | Þorsteinn Haukur Harðarson | thorsteinn@sport.is | @thorsteinnhauku á Twitter

Van Gaal: United verður síðasta félagið sem ég stýri

Mynd: Nordic Photos

Mynd: Nordic Photos

Louis van Gaal, stjóri Manchester United hefur gefið það út að Manchester United verður síðasta félagið sem hann stýrir, áður en stjórinn sest í helgan stein.

Hollendingurinn kom á Old Trafford síðasta sumar eftir að hafa stýrt Hollendingum á HM í Brasilíu en þeir enduðu í 3. sæti keppninnar undir hans stjórn.

Þessi 63-ára gamli stjóri hefur unnið sjö deildarmeistaratitla með fjórum mismunandi liðum í þremur löndum en ítrekar nú að síðasta stjórastarfið hans á ferlinum verði Manchester United.

„Þetta er síðasta starfið mitt. Það er klárt mál.“

Lestu meira hér.