*

Föstudagur, 20. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Landsliðshópur Íslands – Eiður Smári snýr aftur

Mynd: Hilmar Þór

Mynd: Hilmar Þór

Eiður Smári Guðjohnsen er mættur aftur í íslenska landsliðið sem mætir Kasakstan í undankeppni EM og Eistlandi í vináttulandsleik.

Leikurinn við Kasakstan fer fram laugardaginn 28 mars ytra.

Eiður hefur ekki spilað með landsliðinu frá því að það féll úr leik gegn Króatíu í umspili um laust sæti á HM. Talið var að það yrði síðasti landsleikur Eiðs en hann er nú mættur aftur eftir frábæra frammistöðu með Bolton.

Þá kemur Guðlaugur Victor Pálsson miðjumaður Helsingborg inn í hópinn en hann lék vináttuleiki gegn Kanada í janúar.

Jón Guðni Fjóluson og Haukur Heiðar Hauksson koma inn í hópinn en Sölvi Geir Ottesen, Theodór Elmar Bjarnason og Hólmar Örn Eyjólfsson eru meiddir.

Leikurinn við Kasakstan fer fram á gervigrasi og leikið er innandyra.

Sjáðu landsliðshópinn hérna.