*

Föstudagur, 20. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Einar Kristinn Íslandsmeistari í alpagreinum

María Guðmundsdóttir verður á meðal þátttakenda á HM unglinga.

Mynd: Sport.is

Einar Kristinn Kristgeirsson, landsliðsmaður í alpagreinum, varð Íslandsmeistari á skíðamóti Íslands í dag.

Fjórir norðmenn voru gestir á mótinu og voru allir á undan Einari en það kom ekki að sök þar sem þeir gátu augljóslega ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn.

Þetta er annað árið í röð sem Einar vinnur mótið en hann kom í mark á 2:27,09 tæpri einni sekúndu á undan Sturlu Snæ Snorrasyni sem fór sínar ferðir á samanlagt 2:28,05 mínútum.

Dagur Dagbjartsson fékk bronsið með samanlagðan tíma upp á 2:29,34 mínútur.