*

Miðvikudagur, 18. mars 2015 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Brot úr sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut – Atvinnumenn heimsóttir

Mynd: EPA

Mynd: EPA

Sjónvarpsþáttur 433.is mun hefja göngu sína á Hringbraut á miðvikudaginn í næstu viku.

Þætirnir fara af stað með látum en fimm landsliðsmenn og atvinnumenn í Englandi voru heimsóttir á dögunum.

Um er að ræða þá Gylfa Þór Sigurðsson, Eið Smára Guðjohnsen, Aron Einar Gunnarsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Kára Árnason.

Rætt er við liðsfélaga þeirra, þjálfara og meira til en fyrsti þáttur á næsta miðvikudag verður tileinkaður Eiði Smára Guðjohnsen.

Sjónvarpsstöðin Hringbraut næst á 88 prósent heimila á Íslandi. Dagskráin er send út í Háskerpu á rás 7 á Sjónvarpi Símans og rás 25 á Sjónvarpi Vodafone. Viðskiptavinir Sjónvarps Símans eða Sjónvarps Vodafone þurfa því að hafa Háskerpu (HD) myndlykil til að ná stöðinni. Auk þess næst stöðin á rás 35 um örbylgjuloftnet á sv-horni landsins, hvort sem er frá myndlykli eða beint inn á sjónvarp með stafrænum móttakara. Aðstoð eða nánari upplýsingar má fá með því að hafa samband við þjónustuver Vodafone í síma 1414 eða þjónustuver Símans í síma 800-7000.

Hérna má sjá myndband sem sýnir nokkrar skemmtilegar klippur úr þættinum.