*

Sunnudagur, 16. september 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Stór dagur á Stöð 2 Sport rásunum

Mynd: Nordic Photos

Það er stór dagur á Stöð 2 Sport rásunum í dag en sjónvarpstöðin sýnir 4 leiki í beinni útsendingu. Dagskráin byrjar klukkan 12:10 en þá er leikur Úlfanna og Leicester í beinni úr ensku 1.deildinni. leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport 2 og HD rásinni.

Klukkan 14:45 er komið að ensku úrvalsdeildinni en Reading og Tottenham mætast á heimavelli Reading. Bæði lið hafa ekki unnið leik á tímabilinu og reyna auðvitað að sækja sinn fyrsta sigur í dag. Gylfi Þór Sigurðsson fær vonandi að byrja inná í leiknum hjá Tottenham. Leikurinn er í þráðbeinni á Stöð 2 Sport 2 og HD rásinni.

Klukkan 17:00 í dag er Messað en Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason fara yfir leikina í enska boltanum klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport 2 (HD).

Klukkan 15:25 er komið að handboltanum en stórleikurinn í þýska handboltanum er þá á dagskrá. Þetta er leikur Íslendingaliðanna Fucshe Berlin og Kiel. Bæði lið eru taplaus í þýsku úrvalsdeildinni og vill Dagur Sigurðsson hjá Fuchse Berlin örugglega klekkja á gamla landsliðsþjálfaranum, Alfreð Gíslasyni, sem stýrir stórliði Kiel. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þessi lið en hjá Kiel leikur Aron Pálmarsson en hjá Fuchse Berlin leikur Alexander Peterson. Leikurinn er á Stöð 2 Sport (HD).

En það má ekki skilja íslenska boltann útundan. Í kvöld geta FH-ingar tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ þar sem þeir leika við Stjörnuna. FH getur nægt 1 stig úr leiknum ef KR-ingar misstíga sig gegn Breiðablik en leikur KR og Breiðabliks er klukkan 17:00 en leikur FH og Stjörnunnar er klukkan 19:15. Bikarinn fer reyndar ekki á loft sama hvernig fer í dag en FH gæti orðið Íslandsmeistari og það í beinni á Stöð 2 Sport (HD).

Til að kóróna daginn þá eru svo Pepsi-mörkin klukkan 21:00 þar sem öll mark dagsins og það athyglisverðasta úr leikjum dagsins verður sýnt úr Pepsi-deildinni. Þátturinn skartar Herði Magnússyni og félögum hans og er hann á Stöð 2 Sport (HD).

Gleðilegan sjónvarpsdag.