*

Mánudagur, 20. ágúst 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Spænski boltinn | Arsenal vildi losna við Song sem fór til Barcelona

Mynd: Nordic Photos

Kamerúnski leikmaðurinn Alex Song hefur gengið formlega frá samningi við Barcelona á Spáni en hann var seldur frá Arsenal fyrir 15 miljónir punda. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði Song ekki hafa viljað framlengja samningi sínum við félagið og því var ekki annað í stöðunni en að selja hann.

Sögur innan Arsenal herma að félagið sé alls ekki harmi slegið að hafa misst Song en hann ku ekki hafa verið sá besti í hóp en aðrir leikmenn liðsins segja hann latan og ekki leggja sig mikið fram. Hann hafi mætt illa á æfingar og beinlínis neytt Arsenal til að selja sig.

Wenger er að skoða aðra kosti en hann fékk peninga til leikmannakaupa eftir að selja song fyrir 1 milljón pund og Robin Van Persie fyrir 22 milljónir punda.