*

Mánudagur, 20. ágúst 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Enski boltinn | Mark Fellaini nægði Everton til sigur gegn Man.United.

Mynd: NordicPhotos

Síðasti leikurinn í fyrstu umferð enska boltans fór fram á Goodison Park þegar Everton tók á móti Manchester United.  Fyrri hálfleikur var markalaus en þar voru heimamenn mun sterkari. Stangarskot Fellaini og góð aukaspyrna Baines glöddu augað í fyrri hálfleik. Spil gestanna frá Manchester var marklaust og aumt, ekkert að gerast hjá liðinu.

Eina mark leiksins kom á 57.mínútu þegar Fellaini skoraði með fallegum skalla eftir hornspyrnu. Fellaini vann einvígi gegn Carrick og skoraði. Eftir markið sóttu United menn mun meira, Robin Van Persie kom meðal annars inn á en sást lítið. Það virtist sem heimamenn væru einfaldlega líkamlega sterkari og tilbúnari í leikinn en gestirnir. Lokaniðurstaðan sanngjarn sigur Everton gegn slöku Manchester United liði.

Everton 1-0 Manchester United
1-0  Fellaini 57.mín.