*

Mánudagur, 20. ágúst 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Enski boltinn | Man.Utd aftur í miðvarðavandræðum | Ferdinand meiddur

Mynd: Nordic Photos

Það ætlar ekki af Man.Utd að ganga hvað varnarmenn varðar en Rio Ferdinand meiddist á æfingu um helgina og verður frá keppni í allt að 2 mánuði. Ferdinand verður mögulega frá í allt að 2 mánuði og er Ferdinand ekki kátur með það. hann sagði á Twitter áðan: „‘P***** off doesn’t get close to how I feel at the moment. Sake." en hann segist ekki eiga orð yfir vonbrigðunum að meiðast núna.

Þetta er ekki beint það sem Man.Utd þarf hvað varnarmenn varðar en  Jonny Evans, Chris Smalling og Phil Jones eru allir meiddir og verða ekki með í næstu leikjum. Það er líklegast að miðjumaðurinn Michael Carrick fari í miðvörðinn með Nemanja Vidic til að leysa málin í kvöld.