*

Sunnudagur, 19. ágúst 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Spænski boltinn | Börsungar í ham gegn Real Sociadad | Madríd byrjaði með jafntefli

Mynd: Nordic Photos

Spænski boltinn byrjaði að rúlla af stað í kvöld og léku spænsku stórveldin Real Madríd og Barcelona á heimavelli. Barcelona fór mikinn gegn Real Sociadad en leikurinn endaði með 5-1 sigri Barcelona. Börsungar komust yfir í leiknum en Sociadad jafnaði metin en þá hrökk Barcelonavélin í gang og liðið fór hamförum og vann öruggan sigur. Lionel Messi skoraði tvö mörk í leiknum fyrir Börsunga.

Real Madrid byrjaði ekki eins vel en liðið gerði 1-1 jafntefli við Valencia á heimavelli. Hugain kom Madrídingum yfir á 10.mínútu en Oliveira Jonas jafnaði metin á 42.mínútu. Lokatölur 1-1 á Santiago Bernabeu.

Leikir kvöldsins:
Barcelona 5 – 1 Real Sociedad
1-0 Carles Puyol 4.mín.
1-1 Gonzalo Castro 10.mín.
2-1 Lionel Messi 11.mín.
3-1 Lionel Messi 16.mín.
4-1 Pedro Rodriguez 41.mín.
5-1 David Villa 85.mín.

Real Madrid 1 – 1 Valencia
1-0 Gonzalo Higuain 10.mín.
1-1 Goncalves Oliveira Jonas 42.mín.

Athletic Bilbao 3 – 5 Real Betis
0-1 Ruben Castro 7.mín.
0-2 Jorge Molina 26.mín.
0-3 Extebarria 31.mín.
1-3 Oscar de Marcos 47.mín.
2-3 Mikel San Jose 67.mín.
3-3 Mikel San Jose 76.mín.
3-4 Alejandro Pozuelo 80.mín.
3-5 Jorge Molina 86.mín.

Levante 1-1 Atletico Madrid
1-0 Zhar 5.mín.
1-1 Turan 22.mín.