*

Sunnudagur, 19. ágúst 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Enski boltinn | City byrjaði með sigri í markaleik | Chelsea vann Wigan

Mynd: Nordic Photos

Englandsmeistarar Man.City byrjuðu titilvörnina á Englandi með 3-2 sigri á nýliðum Southampton í hörkuleik. Heimamenn í City sóttu stíft fyrstu mínútur leiksins og sköpuðu sér góð færi. Heimamenn komust yfir á 40.mínútu leiksins eftir að rangstöðutaktík nýliðanna klikkaði, eða ekki. Þá komst Carlos Tevez í gegn og skoraði hann í markið. Hann var líklega rangstæður í markinu en markið var dæmt gott og gilt.

En nýliðarnir í Southampton voru ekki mættir á heimavöll City til að horfa á leikinn. Þeir jöfnuðu metin á 59.mínútu með marki frá Rickie Lambert. Þetta kom öllum á óvart enda var búist við yfirburðum City í leiknum. En þar með var þátttöku Southampton í leiknum alls ekki lokið. Á 68.mínútu skoraði Steven Davis og kom gestunum yfir. Roberto Mancini var ekki kátur með þetta og lét sína leikmenn heyra það af bekknum. Þetta skilaði árangri fljótlega en Edin Džeko jafnaði metin á 72.mínútu áður en að Frakkinn Samir Nasri skoraði eftir varnarklúður hjá Southampton. Niðurstaðan 3-2 sigur City sem byrjar með sigri en ekkert sérstaklega sannfærandi.

Chelsea gerði útum leikinn gegn Wigan á upphafsmínútum leiksins en Branislav Ivanović kom Chelsea yfir á 2.mínútu leiksins eftir fallega sendingu frá Edin Hazard. Fimm mínútum síðar fékk Chelsea dæmda vítaspyrnu sem Frank Lampard skoraði úr. Þrátt fyrir að bæði lið fengu sín færi þá var ekki meira skorað og niðurstaðan varð 2-0 sigur Evrópumeistara Chelsea.

Wigan 0-2 Chelsea (0-2)
0-2 Ivanović 2.mín.
0-2 Lampard (víti) 7.mín.

Man.City 3-2 Southampton (1-0)
1-0 Tevez 40.mín.
1-1 Lambert 59.mín.
1-2 Davis 68.mín.
2-2 Džeko 72.mín.
3-2 Nasri 80.mín.