*

Laugardagur, 18. ágúst 2012 | Ritstjórn Sport.is | frettir@sport.is | @sport_is á Twitter

Enski boltinn | Gylfi og félagar töpuðu fyrsta leik | Liverpool steinlá gegn WBA | Úrslit

Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fór fram í dag. Heitasti leikurinn fyrir okkur Íslendinga var vitanlega leikur Newcastle og Tottenham en þar var Gylfi Sigurðsson að spila fyrsta deildarleik sinn með Tottenham. Honum var falið það hlutverk að vera í sinni uppáhaldsstöðu, þ.e. fremstur í þriggja manna miðju. Rafael van der Vaart var hent á tréverkið fyrir íslenska landsliðsmanninn.

Tottenham átti ekki sinn besta leik og tapaði 2-1 gegn ágætu liði Newcastle. Gylfi átti nokkur skot í leiknum og þurfti markvörður Newcastle í eitt skiptið að verja vel til að koma í veg fyrir að boltinn færi í netið.  Sanngjarn heimasigur staðreynd í þessum leik en Alan Pardew, stjóra Newcastle, var vísað af velli fyrir að stjaka við aðstoðardómara í leiknum, sérkennileg ákvörðun það hjá Pardew.

Liverpool steinlá gegn WBA á útivelli, 3-0. WBA skoraði draumamark í fyrri hálfleik og eftir að Daniel Agger fékk rautt þá sá Liverpool aldrei til sólar. WBA yfirspilaði slakt lið Liverpool í þessum leik. Það er vonandi fyrir aðdáendur liðsins að Brendan Rodgers eigi ása upp í erminni til að bregðast við þessari erfiðu byrjun liðsins.

Úrslit dagsins:

Arsenal 0 – 0 Sunderland

Fulham 5 – 0 Norwich
1-0 D. Duff 26.mín.
2-0 M. Petric 41.mín.
3-0 M. Petric 54.mín.
4-0 A. Kacaniklic 66.mín.
5-0 S. Sidwell (vsp.) 87.mín.

QPR 0 – 5 Swansea
0-1 Michu 8.mín.
0-2 Michu 53.mín.
0-3 N. Dyer 63.mín.
0-4 N. Dyer 71.mín.
0-5 S. Sinclair 81.mín.

Reading 1 – 1 Stoke
0-1 M. Kightly 34.mín.
1-1 A.L. Fondre (vsp.) 89.mín.
Rautt spjald: D. Whitehead 89.mín.

WBA 3 – 0 Liverpool
1-0 Z. Gera 43.mín.
2-0 P. Odemwingie (vsp.) 64.mín.
3-0 R. Lukaku 77.mín.
Rautt spjald: D. Agger 58.mín.

West Ham 1 – 0 Aston Villa
1-0 K. Nolan 40.mín.

Newcastle 2 – 1 Tottenham
1-0 D. Ba 55.mín.
1-1 J. Defoe 76.mín.
2-1 H.B. Arfa (vsp.) 80.mín.

Enski boltinn er byrjaður að rúlla og margir knattspyrnuáhugamenn eru mjög ánægðir með það. Á morgun eru tveir hörkuleikir: Wigan-Chelsea og Manchester City-Southampton. Lokaleikur fyrstu umferðar er svo á mánudagskvöld þegar Everton og Manchester United eigast við.